Ég gerði verkefni í skólanum sem átti að vera í blaði hér á landi en var svo vesen með myndirnar, þar sem ristrjórinn vildi hafa hvítann bakgrunn - tekið í stúdíói en ekki landslag, sagði að hvítt væri fallegra í blaði. Allt mjög leiðinlegt þar sem mikil vinna var lögð í verkefnið og hún sagði aldrei neitt um það þegar við byrjuðum!
Allir sem tóku þátt í verkefninu með mér eru ungir krakkar á Akureyri.
Guðrún Jónína Jónsdóttir var módel - systir mín.
Ivan Mendez hárgreiðslunemi sá um að klippingu,litun og greiðslur.
Ég sá um stíliseringu og förðun.
Helena Rut nemi á listnámsbraut tók myndirnar.
Fötin fengum við frá Galleri á Akureyri.
Ég byrjaði á því að litagreina hana og finna út hvaða litir fara henni best. Eftir því tók ég hana í fatastíl og fann út hvaða snið fara henni best með það í huga hvað það væri sem hún væri ánægðust með og óánægðust - s.s. földum það slæma og gerðum meira úr því góða. Allt er þetta gert eftir ákveðnum formúlum og líkamsvexti. Hún er t.d. hjartalaga.
Ég gerði þrenn look, eitt skóla, eitt svona helgar/ semi fint að degi til og svo fínt kvöldlook eftir hennar stíl - s.s. einsog hún myndi vilja vera.
Fyrir - Hún var með sítt hár, litað dökkbrúnt.








~ Karen Sif



